Lög Rafíþróttasambands Íslands
1. gr.
1.1 Félagið heitir Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) og er samband þeirra félaga, íþróttafélaga, héraðssambanda, félagsmiðstöðva, frístundamiðstöðva og menntastofnana sem iðka eða keppa í rafíþróttum. 1.2 Aðsetur og varnarþing RÍSÍ er í Reykjavík1.3 Merki RÍSÍ er eign RÍSÍ og verndað af vörumerkjarétti1.4 Rafíþróttir eru heilbrigð iðkun tölvuleikja í skipulögðu starfi. Starfið felur í sér:
- Æfingar í hóp.
- Markvissar líkamlegar æfingar sem auka líkamlegt atgervi tengt árangri í rafíþróttum.
- Markvissar æfingar í viðeigandi rafíþrótt.
- Fræðslu um mikilvægi svefns, heilbrigðs mataræðis og heilbrigðra spilahátta og áhrif þess á
- frammistöðu í rafíþróttum.
- Hugað sé að andlegri þrautseigju iðkenda.
2. gr.
2.1 RÍSÍ er æðsti aðili rafíþrótta á Íslandi og er hlutverk þess í meginatriðum að:
- vekja athygli á og styðja þróun og iðkun rafíþrótta (e. esports) á Íslandi.
- kynna rafíþróttir sem áhugamál sem elur með sér jákvæða ávinninga fyrir iðkendur þegar það er stundað í réttu jafnvægi við aðra hluta af heilbrigðum lífsstíl.
- kynna iðnaðinn sem risið hefur í kringum rafíþróttir úti í heimi sem vettvang sem skapað getur störf og reynslu á Íslandi.
- styðja við rafíþróttastarf á Íslandi í gegnum fjárstyrki og miðlun á þekkingu og reynslu.
- aðstoða iðkendur við að komast að og taka þátt í keppni á erlendri grundu sem og á Íslandi.
- standa vörð um uppeldislegt gildi rafíþróttariðkunar og heiðarlegan leik.
- standa fyrir rafíþróttamótum á Íslandi.
- standa fyrir menntun og endurmenntun í rafíþróttum og stunda gæðaeftirlit í rafíþróttastarfsemi á Íslandi.
- tryggja framboð og gæði á íslensku rafíþróttaefni.
3. gr.
3.1 Tilgangi sínum hyggst félagið ná með:
- Framleiðslu og dreifingu innanlands á kynningarefni um rafíþróttir.
- Framleiðslu og dreifingu á efni til fræðslu um áhrif iðkunar rafíþrótta og hvernig má stunda rafíþróttir á heilbrigðan hátt.
- Framleiðslu og dreifingu á afþreyingarefni tengt rafíþróttum bæði til verðmæta- og menningarsköpunar.
- Úthlutun á styrkjum til framtaka sem miða að þróun rafíþrótta á Íslandi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
- Úthlutun á styrkjum til keppni innanlands sem og erlendis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
- Miðlun á þekkingu og reynslu til almennings, hins opinbera, og einkaaðila.
- Stuðning við reglulega samkeppni og starfrækslu hágæða keppnisumhverfis innanlands í rafíþróttum.
- Standa að fyrirlestrum og námskeiðum tengdum öllum hliðum rafíþrótta.
4. gr.
4.1 Öll félög, íþróttafélög, héraðssambönd, félagsmiðstöðvar, frístundamiðstöðvar og menntastofnanir, er iðka eða keppa í rafíþróttum, geta sótt um aðild að RÍSÍ.
4.2 Stjórn RÍSÍ leggur tillögu fyrir aðalfund að ársgjaldi.
4.3 Berist RÍSÍ umsókn um aðild skal stjórn ræða umsóknina á næsta stjórnarfundi og taka afstöðu um hvort samþykkja eða synja eigi umsókninni. Sé umsókninni synjað skal synjuninni fylgja útskýring til umsóknaraðila. Slík synjun er því ekki til fyrirstöðu að umsóknaraðili geti sótt um aðild aftur.
4.4 Gerist grunur um að aðildarfélag uppfylli ekki lengur kröfur um aðild að RÍSÍ getur stjórn að athuguðu máli kosið um að víkja félaginu úr sambandinu. Sé félagi vikið úr sambandinu skal því samstundis gert viðvart og jafnframt fá upplýst röksemdafærslu stjórnar. Sé félagi vikið úr sambandinu er því ekki til fyrirstöðu að sækja um aðild aftur.
4.2 Stjórn RÍSÍ leggur tillögu fyrir aðalfund að ársgjaldi.
4.3 Berist RÍSÍ umsókn um aðild skal stjórn ræða umsóknina á næsta stjórnarfundi og taka afstöðu um hvort samþykkja eða synja eigi umsókninni. Sé umsókninni synjað skal synjuninni fylgja útskýring til umsóknaraðila. Slík synjun er því ekki til fyrirstöðu að umsóknaraðili geti sótt um aðild aftur.
4.4 Gerist grunur um að aðildarfélag uppfylli ekki lengur kröfur um aðild að RÍSÍ getur stjórn að athuguðu máli kosið um að víkja félaginu úr sambandinu. Sé félagi vikið úr sambandinu skal því samstundis gert viðvart og jafnframt fá upplýst röksemdafærslu stjórnar. Sé félagi vikið úr sambandinu er því ekki til fyrirstöðu að sækja um aðild aftur.
5. gr. Réttindi og skyldur aðildarfélaga
5.1 Sérhvert aðildarfélag skal hafa rétt til þátttöku í skipulögðum mótum á vegum RÍSÍ, enda uppfylli það þátttökuskilyrði samkvæmt lögum þessum og gildandi reglugerðum RÍSÍ.
5.2 Aðildarfélagi er skylt að virða lög, reglugerðir, reglur og ákvarðanir sem settar eru eða teknar af RÍSÍ.
5.3 Félagi sem tekur þátt í móti á vegum RÍSÍ ber að sjá til þess að leikmenn, þjálfarar, dómarar og forystumenn innan vébanda félagsins virði lög, reglugerðir, reglur og ákvarðanir RÍSÍ.
5.4 Félagi sem tekur þátt í mótum á vegum RÍSÍ er í hvívetna skylt að virða ákvarðanir stjórnar RÍSÍ og nefnda RÍSÍ.
5.5 Aðildarfélög skulu senda RÍSÍ skýrslu um öll rafíþróttamót, sem haldin eru á þeirra vegum.
5.6 Aðildarfélög skulu senda RÍSÍ upplýsingar um stjórnir félaganna á hverjum tíma innan viku frá því breyting á sér stað.
5.7 Aðildarfélag skuldbindur sig til að vinna að því að efla heilbrigðan íþróttaanda, koma í veg fyrir lyfjamisnotkun, vinna gegn hvers konar mismunun á grundvelli trúarskoðana, kynferðis, kynhneigðar, stjórnmálaskoðana, þjóðernis eða af öðrum ástæðum. Aðildarfélag skuldbindur sig einnig til að vinna gegn ólöglegri veðmálastarfsemi og hagræðingu úrslita leikja.
5.10 Sérhvert aðildarfélag skal bera ábyrgð á framkomu leikmanna, forráðamanna, félagsmanna og stuðningsmanna sinna og allra þeirra sem hafa hlutverki að gegna á vegum þess vegna ámælisverðrar eða óásættanlegrar framkomu þessara aðila innan vébanda RÍSÍ, og getur sætt viðurlögum sem nánar er kveðið á um í lögum þessum og reglugerðum RÍSÍ.
5.2 Aðildarfélagi er skylt að virða lög, reglugerðir, reglur og ákvarðanir sem settar eru eða teknar af RÍSÍ.
5.3 Félagi sem tekur þátt í móti á vegum RÍSÍ ber að sjá til þess að leikmenn, þjálfarar, dómarar og forystumenn innan vébanda félagsins virði lög, reglugerðir, reglur og ákvarðanir RÍSÍ.
5.4 Félagi sem tekur þátt í mótum á vegum RÍSÍ er í hvívetna skylt að virða ákvarðanir stjórnar RÍSÍ og nefnda RÍSÍ.
5.5 Aðildarfélög skulu senda RÍSÍ skýrslu um öll rafíþróttamót, sem haldin eru á þeirra vegum.
5.6 Aðildarfélög skulu senda RÍSÍ upplýsingar um stjórnir félaganna á hverjum tíma innan viku frá því breyting á sér stað.
5.7 Aðildarfélag skuldbindur sig til að vinna að því að efla heilbrigðan íþróttaanda, koma í veg fyrir lyfjamisnotkun, vinna gegn hvers konar mismunun á grundvelli trúarskoðana, kynferðis, kynhneigðar, stjórnmálaskoðana, þjóðernis eða af öðrum ástæðum. Aðildarfélag skuldbindur sig einnig til að vinna gegn ólöglegri veðmálastarfsemi og hagræðingu úrslita leikja.
5.10 Sérhvert aðildarfélag skal bera ábyrgð á framkomu leikmanna, forráðamanna, félagsmanna og stuðningsmanna sinna og allra þeirra sem hafa hlutverki að gegna á vegum þess vegna ámælisverðrar eða óásættanlegrar framkomu þessara aðila innan vébanda RÍSÍ, og getur sætt viðurlögum sem nánar er kveðið á um í lögum þessum og reglugerðum RÍSÍ.
6. gr. Aðalfundur
6.1 Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins þingfulltrúar mega vera þátttakendur í aðalfundi.
6.2 Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. október ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Í fundarboði skal tilgreina hvert framboð í embætti skulu berast sem og aðrar tillögu. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
6.4 Hvert aðildarfélag fer með eitt atkvæði á aðalfundi félagsins. Sé kosið um mál með tveim valkostum ræður einfaldur meirihluti mættra félagsmanna úrslitum. Sé kosið um mál með fleiri en tveimur valkostum úrslitum skal fella í burt þann valkost sem hlýtur fæst greiddra atkvæði og kjósa aftur; skal þetta endurtekið þar til einungis tveir valkostir standa eftir.
6.5 Framkvæmdastjóri RÍSÍ skal senda kjörbréf til aðildarfélaga eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Aðeins sá, sem skráður er á kjörbréf, sem staðfest hefur verið af formanni aðildarfélags eða meirihluta stjórnar þess, er þingfulltrúi þess á aðalfundi og fer með atkvæðisrétt.
6.6 Hver þingfulltrúi fer aðeins með eitt atkvæði. Ekki er heimilt að greiða atkvæði bréfleiðis. Forfallist þingfulltrúi eftir að kjörbréfum hefur verið dreift er heimilt að veita öðrum aðila þingfulltrúastöðu með gildu umboði. Kjörnir fulltrúar í stjórn RÍSÍ og varafulltrúar þeirra geta farið með atkvæðisrétt á ársfundi.
6.7 Félög sem eru í skuld við RÍSÍ miðað við síðustu áramót, missa rétt til þingsetu. RÍSÍ skal tilkynna þeim félögum eigi síðar en þremur vikum fyrir þing að félagið fái ekki kjörbréf nema eldri skuldir séu gerðar upp. Framkvæmdastjóri skal ganga úr skugga um, að þessu ákvæði sé framfylgt.
6.8 Lagabreytingar skulu berast eigi síðar en viku fyrir aðalfund.
6.9 Auk þess getur stjórn RÍSÍ boðið öðrum aðilum þingsetu og veitt þeim heimild til að ávarpa þingið.
6.10 Á Aðalfundi eiga auk þingfulltrúa rétt til þingsetu og hafa þar málfrelsi og tillögurétt:
6.2 Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. október ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Í fundarboði skal tilgreina hvert framboð í embætti skulu berast sem og aðrar tillögu. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalds
- Kosning stjórnar
- Kosning mótastjóra
- Kosning í áfrýjunarnefnd RÍSÍ
- Kosning endurskoðanda
- Önnur mál
6.4 Hvert aðildarfélag fer með eitt atkvæði á aðalfundi félagsins. Sé kosið um mál með tveim valkostum ræður einfaldur meirihluti mættra félagsmanna úrslitum. Sé kosið um mál með fleiri en tveimur valkostum úrslitum skal fella í burt þann valkost sem hlýtur fæst greiddra atkvæði og kjósa aftur; skal þetta endurtekið þar til einungis tveir valkostir standa eftir.
6.5 Framkvæmdastjóri RÍSÍ skal senda kjörbréf til aðildarfélaga eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Aðeins sá, sem skráður er á kjörbréf, sem staðfest hefur verið af formanni aðildarfélags eða meirihluta stjórnar þess, er þingfulltrúi þess á aðalfundi og fer með atkvæðisrétt.
6.6 Hver þingfulltrúi fer aðeins með eitt atkvæði. Ekki er heimilt að greiða atkvæði bréfleiðis. Forfallist þingfulltrúi eftir að kjörbréfum hefur verið dreift er heimilt að veita öðrum aðila þingfulltrúastöðu með gildu umboði. Kjörnir fulltrúar í stjórn RÍSÍ og varafulltrúar þeirra geta farið með atkvæðisrétt á ársfundi.
6.7 Félög sem eru í skuld við RÍSÍ miðað við síðustu áramót, missa rétt til þingsetu. RÍSÍ skal tilkynna þeim félögum eigi síðar en þremur vikum fyrir þing að félagið fái ekki kjörbréf nema eldri skuldir séu gerðar upp. Framkvæmdastjóri skal ganga úr skugga um, að þessu ákvæði sé framfylgt.
6.8 Lagabreytingar skulu berast eigi síðar en viku fyrir aðalfund.
6.9 Auk þess getur stjórn RÍSÍ boðið öðrum aðilum þingsetu og veitt þeim heimild til að ávarpa þingið.
6.10 Á Aðalfundi eiga auk þingfulltrúa rétt til þingsetu og hafa þar málfrelsi og tillögurétt:
- Aðal- og varamenn stjórnar RÍSÍ.
- Framkvæmdastjóri RÍSÍ.
- Mótastjóri RÍSÍ.
- Nefndarmenn fastanefnda RÍSÍ.
7. gr. Stjórnkerfi RÍSÍ
7.1 Málefnum RÍSÍ stjórna:
7.5. Komi upp vafa- eða deilumál í keppnum eða mótum RÍSÍ skal ávallt fyrst leita til mótastjórna og skalmótastjórn komast til ákvörðunar í málinu á tíma sem teljast má vera eðlilegur.
- Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum RÍSÍ og setur nauðsynleg lög.
- Stjórn RÍSÍ fer með æðsta vald í málefnum RÍSÍ á milli aðalfunda.
- Fastanefndir og embætti RÍSÍ, sem vinna samkvæmt lögum og reglugerðum RÍSÍ og starfsreglum, sem stjórn RÍSÍ setur þeim.
- Sérstakar nefndir, sem skipaðar eru og starfa að afmörkuðum málefnum.
- Framkvæmdastjóri RÍSÍ
- Mótastjórnir RÍSÍ
- Áfrýjunarnefnd RÍSÍ.
7.5. Komi upp vafa- eða deilumál í keppnum eða mótum RÍSÍ skal ávallt fyrst leita til mótastjórna og skalmótastjórn komast til ákvörðunar í málinu á tíma sem teljast má vera eðlilegur.
8.gr. Skipulag Stjórnar RÍSÍ
8.1 Stjórn RÍSÍ skipa
- Formaður
- Fjórir meðstjórnendur
9.gr. Kosningar á aðalfundi
9.1 Stjórn RÍSÍ er kosin á aðalfundi félagsins til eins árs í senn að undanskildum formanni sem kosinn er til tveggja ára í senn. Kosning skal fara þannig fram:
- Kosning formanns
- Kosning fjögurra meðstjórnenda
- Kosning þriggja varamanna
10. gr. Fjármögnun starfsemi RÍSÍ
10.1 Félagsgjöld aðildarfélaga eru rukkuð árlega og ákvarðast upphæð félagsgjalda út frá samþykktum aðalfundar.
10.2 RÍSÍ leitast einnig eftir því að fjármagna starfsemi sína með styrkjum frá stjórnvöldum, fyrirtækjum, einstaklingum og öðrum.
10.3 RÍSÍ getur staðið að fjáröflun
11. gr. Verkaskipting stjórnar RÍSÍ
10.1 Félagsgjöld aðildarfélaga eru rukkuð árlega og ákvarðast upphæð félagsgjalda út frá samþykktum aðalfundar.
10.2 RÍSÍ leitast einnig eftir því að fjármagna starfsemi sína með styrkjum frá stjórnvöldum, fyrirtækjum, einstaklingum og öðrum.
10.3 RÍSÍ getur staðið að fjáröflun
12. gr. Starfssvið stjórnar RÍSÍ
12.1 Starfssvið stjórnar RÍSÍ er að:
- framkvæma ályktanir af aðalfundi.
- bera ábyrgð á fjármálum RÍSÍ.
- vinna að eflingu rafíþrótta á Íslandi.
- marka stefnu RÍSÍ í málefnum tengdum rafíþróttum á Íslandi, iðkun þeirra og keppni.
- ákvarða skilyrði og verkferla til umsóknar á styrkjum til RÍSÍ frá einstaklingum og fyrirtækjum á sviði rafíþrótta á Íslandi.
- skera úr ágreiningi eða taka ákvarðanir um málefni sem lög þessi ná ekki yfir.
- ráða framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur og setja honum starfslýsingu.
13. gr. Reglugerðir
13.1 Stjórn RÍSÍ setur nauðsynlegar reglugerðir um þau málefni, sem snúa að allri framkvæmd laga þessara. Nær það til allra breytinga á gildandi reglugerðum sem og setningu nýrra reglugerða.
13.2 Nýjar reglugerðir og breytingar á gildandi reglugerðum skulu kynntar meðlimum félagsins rafrænt og taka þær gildi samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar RÍSÍ. Ekki þarf að birta þær með sérstökum hætti svo þær öðlist gildi.
13.3 Óski meðlimir eftir setningu nýrra reglugerða eða breytingu á gildandi reglugerðum skal slíkum óskum beint til stjórnar RÍSÍ.
14. gr. Skilyrði til fjárstuðnings eða samstarfs við RÍSÍ
14.1 Stjórn RÍSÍ skal gefa út skjal, sem hægt er að nálgast á vefnum, sem útlistar skilyrði til fjárstuðnings eða samstarfs við RÍSÍ.
14.2 Stjórn RÍSÍ getur ákveðið undanþágu frá sumum eða öllum þessum skilyrðum með meirihluta atkvæða stjórnar.
14.3 Lokaákvörðun um fjárstuðning eða samstarf við RÍSÍ er í höndum meirihluta stjórnar.
15. gr. Formaður stjórnar RÍSÍ
15.1 Formaður stjórnar RÍSÍ er, ásamt framkvæmdastjóra, málsvari sambandsins og ber ásamt stjórn ábyrgð á framkvæmd stefnumála, stefnumótunar og samþykkta aðalfundar. Formaðurinn skal kappkosta að ávallt séu sem best tengsl og samstarf milli sambandsins og aðildarfélaga.
15.2 Formaður stjórnar RÍSÍ annast samskipti við rafíþróttasambönd annarra ríkja og álfusambönd. Hann kemur fram fyrir hönd RÍSÍ á alþjóðavettvangi.
15.3 Formaður stjórnar RÍSÍ ber ábyrgð á samskiptum sambandsins við ríki og sveitarfélög.
16. gr. Framkvæmdastjóri RÍSÍ
16.1 Framkvæmdastjóri RÍSÍ annast daglegan rekstur sambandsins og framfylgir stefnu stjórnar. Framkvæmdastjóri skal hafa prókúru fyrir sambandið. Hann er yfirmaður starfsmanna sem ráðnir eru til sambandsins. Daglegur rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikils háttar. Slíkar ráðstafanir getur framkvæmdastjóri aðeins gert samkvæmt sérstakri heimild frá stjórn. Allar meiriháttar skuldbindingar af hálfu RÍSÍ skulu samþykktar af stjórn.
16.2 Framkvæmdastjóri RÍSÍ getur vísað brotum aðila á lögum RÍSÍ, reglugerðum RÍSÍ og leikreglum til áfrýjunarnefnd RÍSÍ til úrskurðar.
17. gr. Fastanefndir RÍSÍ
17.1 Stjórn RÍSÍ skal að loknum aðalfundi skipa þær fastanefndir sem lög þessi og reglugerðirsamtakanna kveða á um.
17.2 Fastanefndir starfa í umboði stjórnar RÍSÍ skv. lögum og reglugerðum sambandsins. Stjórn RÍSÍ skal setja fastanefndum nauðsynlegar starfsreglur.
17.3 Formaður fastanefndar skal skipaður af stjórn RÍSÍ en að öðru leyti skiptir nefndin með sér verkum. Formaður boðar til funda og stýrir þeim.
17.4 Stjórn RÍSÍ skal gæta þess að í nefndum á vegum sambandsins séu skipaðir aðilar af fleiri en einu kyni.
18. gr. Áfrýjunarnefnd RÍSÍ
18.1 Áfrýjunarnefnd RÍSÍ starfar skv. lögum þessum og reglugerð RÍSÍ um áfrýjunarnefnd.
18.2 Áfrýjunarnefnd RÍSÍ skal skipuð fjórum einstaklingur, tveim tilnefndum af leikjasamfélaginu sem bjóða sig fram til kosningu á aðalfundi og tveim skipuðum af stjórn RÍSÍ. Oddaatkvæði fellur hjá framkvæmdastjóra RÍSÍ.
18.3 Nefndin starfar skv. lögum þessum og reglum mótastjórna RÍSÍ.
18.4 Áfrýjunarnefnd RÍSÍ skulu lúta lögum þessum, reglugerðum og mótareglum og skulu öll ágreiningsmál gagnvart aðildarfélögum RÍSÍ, forráðamönnum félaganna, leikmönnum, þjálfurum, liðsstjórum, umboðsmönnum og öðrum þeim sem eru innan vébanda aðildarfélaga RÍSÍ rekin fyrir áfrýjunarnefnd RÍSÍ nema það sé sérstaklega heimilað í lögum eða reglugerðum RÍSÍ að reka málið fyrir nefndum innan RÍSÍ.
19. gr. Mótastjóri RÍSÍ
19.1 Mótastjóri hefur umsjón með mótamálum RÍSÍ og hefur eftirlit með mótastjórnum og framkvæmd móta. Mótastjóri heyrir undir framkvæmdastjóra RÍSÍ.
19.2 Mótastjóri er kjörinn á aðalfundi RÍSÍ.
19.3 Mótastjórnir hafa umsjón með reglum móta á þeirra vegum og taka ákvörðun um þátttökuleyfi tilkeppni í mótum þar sem það á við.
19.4 Mótastjóri skipar mótastjórnir. Mótastjóri veitir mótastjórnum lausn.
19.5 Stjórn RÍSÍ getur veitt mótastjóra lausn. Sé mótastjóra veitt lausn skal framkvæmdastjóri RÍSÍ takavið starfs- og valdsviði mótastjóra fram að næsta aðalfundi.
20. gr.
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins á þá vegu sem getið er í grein 3.1.
21. gr.
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með ¾ hluta atkvæða og renna eignir þess til þess góðgerðafélags sem tilnefnt er og um verður kosið, á þeim aðalfundi þar sem ákvörðun um slit félagsins er tekin.
Lög þessi voru samþykkt á Aðalfundi
Dagsetning: 22.09.2023.