FRÍS

Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasambands Íslands

FRÍS er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2021.Að jafnaði hafa 14 skólar tekið þátt í FRÍS á hverju ári.

Sigurvegarar FRÍS

2021Tækniskólinn
2022Tækniskólinn
2023FVA

Skráning í Framhaldsskólaleika Rafíþróttasambands Íslands, FRÍS, árið 2024 er nú hafin!

Tölvupóstur með helstu upplýsingum um leikana árið 2024 og upplýsingar um skráningu hefur verið sendur á tengilið í hverjum skóla. Teljir þú að þinn skóli hafi ekki fengið slíkan tölvupóst skaltu hafa samband í tölvupóstfangið bjarki@rafithrottir.is​

Keppt verður í þremur tölvuleikjum eins og venjan er árið 2024 verða það leikirnir Counter-Strike 2, Rocket League og Valorant.

Discord-þjón FRÍS má nálgast má hér: https://discord.gg/Wk4GvrMjXR

Keppnin sjálf hefst mánudaginn 29. janúar og hefst á deildarkeppni í hverjum og einum leik. Allar deildirnar hefjast á sama tíma og hver deild verður spiluð yfir fjórar vikur, þar af þrjár vikur í riðla og ein vika í úrslit. Það verða tveir fastir leikdagar í viku, á mánudögum og fimmtudögum:

29. jan - mán
1. feb - fim
5. feb - mán
8. feb - fim
12. feb - mán
15. feb - fim
19. feb - mán
22. feb - fim

Athugið að þessar dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Útsendingar á FRÍS munu síðan hefjast eftir að deildarkeppnunum lýkur og undanúrslit efstu 8 liða hefjast. Fyrsta útsending FRÍS verður miðvikudaginn 6. mars og verða þær 7 talsins, alltaf á miðvikudögum:​

6. mars
13. mars
20. mars
27. mars
3. apríl
10. apríl
17. apríl 

Úrslit FRÍS verða því miðvikudaginn 17. apríl og munu þau fara fram í Arena, þjóðarleikvang rafíþrótta á Íslandi.
Leit