Áfrýjunarnefnd

18. gr. Áfrýjunarnefnd RÍSÍ

18.1 Áfrýjunarnefnd RÍSÍ starfar skv. lögum þessum og reglugerð RÍSÍ um áfrýjunarnefnd.
18.2 Áfrýjunarnefnd RÍSÍ skal skipuð fjórum einstaklingur, tveim tilnefndum af leikjasamfélaginu sem bjóða sig fram til kosningu á aðalfundi og tveim skipuðum af stjórn RÍSÍ. Oddaatkvæði fellur hjá framkvæmdastjóra RÍSÍ. 
18.3 Nefndin starfar skv. lögum RÍSÍ og reglum mótastjórna RÍSÍ.
18.4 Áfrýjunarnefnd RÍSÍ skulu lúta lögum þessum, reglugerðum og mótareglum og skulu öll ágreiningsmál gagnvart aðildarfélögum RÍSÍ, forráðamönnum félaganna, leikmönnum, þjálfurum, liðsstjórum, umboðsmönnum og öðrum þeim sem eru innan vébanda aðildarfélaga RÍSÍ rekin fyrir áfrýjunarnefnd RÍSÍ nema það sé sérstaklega heimilað í lögum eða reglugerðum RÍSÍ að reka málið fyrir nefndum innan RÍSÍ.

Starfsreglur áfrýjunarnefndar​

Almenn ákvæði

1. Áfrýjunarnefnd RÍSÍ er æðsta dómstig innan RÍSÍ. Félag sem tekur þátt í mótum á vegum RÍSÍ er skylt að virða ákvarðanir áfrýjunarnefndar.
2. Nefndin hefur aðsetur á skrifstofu RÍSÍ. Tölvupóstfang nefndarinnar er rafithrottir@rafithrottir.is RÍSÍ skal tilkynna án tafar allar breytingar sem verða á skipan nefndarinnar eða aðsetri.
3. Framkvæmdastjóri RÍSÍ er starfsmaður nefndarinnar og sér um að afla gagna að beiðni hennar.

Lögsaga og hlutverk

3. Áfrýjunarnefnd RÍSÍ skal hafa fullnaðarlögsögu yfir þeim málum, sem heimilt er að áfrýja og koma upp innan vébanda RÍSÍ og varða lög og reglur þeirra eftir því sem við á. Áfrýjunarnefnd RÍSÍ skal byggja niðurstöður sínar á lögum, reglugerðum og mótareglum RÍSÍ.4. Áfrýjunarnefnd tekur mál til endurskoðunar eftir áfrýjun þeirra og getur tekið ákvörðun um viðurlög samkvæmt lögum, reglugerðum og mótareglum RÍSÍ gagnvart aðildarfélögum, forráðamönnum, leikmönnum, þjálfurum, starfsmönnum, milliliðum og öðrum þeim, sem eru innan vébanda aðildarfélaga RÍSÍ, vegna brota þeirra á lögum, reglugerðum og mótareglum RÍSÍ.

Skipan áfrýjunarnefndar

5. Nefndarmenn áfrýjunarnefndar skulu vera fjórir. Á fyrsta nefndarfundi eftir aðalfund RÍSÍ skulu nefndarmenn koma saman og kjósa sér formann og varaformann. Nefndarmenn í áfrýjunarnefnd RÍSÍ hafa rétt til þingsetu og tillögurétt á aðalfundi RÍSÍ. 6. Ef nefndarmaður neyðist til að láta af störfum á miðju kjörtímabili skal stjórn RÍSÍ skipa annan í hans stað, sem situr fram að næsta aðalfundi.

Málsmeðferð og hæfi nefndarmanna

7. Einn nefndarmaður skal fara með hvert mál og ákveður formaður hver af hinum reglulegu nefndarmönnum skuli fara með málið. Nú telur nefndarmaður þörf á aðstoð í einstaka máli og er honum þá heimilt, í samráði við formann nefndarinnar, að kalla til tvo aðstoðarmenn.
8. Ef upp koma mál, þar sem formaður áfrýjunarnefndar telur nauðsynlegt að allir nefndarmenn komi að úrlausn, er honum heimilt að mæla svo fyrir á fundi nefndarinnar. Fer nefndin þá í sameiningu með málið.
9. Nefndarmaður er vanhæfur til að fara með mál í eftirfarandi tilvikum:
  • 9.1. Hann er aðili máls eða fyrirsvarsmaður aðila.
  • 9.2. Hann hefur gætt hagsmuna aðila varðandi efni málsins eða veitt aðila leiðbeiningar um
  • það, umfram skyldu.
  • 9.3. Hann hefur borið vitni eða verið kvaddur til að bera vitni um atvik málsins af réttmætu tilefni eða verið mats- eða skoðunarmaður um efni málsins.
  • 9.4. Hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða
  • tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.
  • 9.5. Hann tengist eða hefur tengst fyrirsvarsmanni eða málflytjanda með þeim hætti er
  • segir í 9.4.
  • 9.6. Hann tengist eða hefur tengst vitni í málinu með sama hætti og segir í 9.4.
  • 9.7. Fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa, m.a. ef hann eða náin skyldmenni eru félagsbundin aðila máls eða hann vanhæfur af öðrum ástæðum.
  • 9.8. Stjórn RÍSÍ skal skipa nefndarmann í áfrýjunarnefndina til meðferðar einstaks máls ef enginn nefndarmaður telst hæfur til meðferðar á máli samkvæmt grein þessari.

Málskotsréttur og málskotsfrestir

10. Rétt til málsskots hefur hver sá einstaklingur og það félag sem misgert er við og hagsmuni hefur af niðurstöðu máls.
11. Aðila, sem hefur málskotsrétt samkvæmt 10. grein, er heimilt að beina þeirri kröfu til nefndarinnar að hann verði aðili málsins. Krafa þessi þarf að koma fram svo fljótt sem verða má og eigi síðar en við munnlegan flutning málsins, ef til hans kemur.
12. Málskotsfrestur til áfrýjunarnefndar RÍSÍ er 72 klukkustundir frá því að hið kærða atvik átti sér stað. Kærandi hefur 7 daga frá hinu kærða atviki til að skila inn gögnum sbr. 15. grein. 
13. Frestur til að skjóta úrskurði mótanefndar til áfrýjunarnefndar er 72 klukkustundir frá birtingu úrskurðarins. Kærandi hefur 7 daga frá hinu kærða atviki til að skila inn gögnum sbr. 15. grein. 
14. Sé máli vísað frá nefndinni með úrskurði hefur kærandi 48 klukkustunda frest frá birtingu úrskurðarins til að skjóta málinu aftur fyrir nefndina.

Form og efni kæru

15. Kæra skal vera skrifleg og skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram í kæru:
A) nafn, símanúmer og tölvupóstfang kæranda
B) nafn kærða
C) nafn fyrirsvarsmanns kæranda, símanúmer og tölvupóstfang
D) greinargóð lýsing á því hvaða kröfur eru gerðar í málinu
E) lýsing helstu málavaxta
F) tilvísun til þeirra lagareglna sem við eiga
G) lýsing á helstu röksemdum aðila málsins
H) lýsing á þeim gögnum sem kærandi byggir mál sitt á ásamt ljósriti af þeim gögnum. 
16. Heimilt er að senda kæru til dómsins með tölvupósti. Kærandi á rétt á því að fá kvittun fyrir móttöku kærunnar.
17. Ef form og efni kæru uppfylla ekki skilyrði 15. greinar, þannig að málið sé ekki tækt til meðferðar, getur áfrýjunarnefndin vísað málinu frá nefndinni með úrskurði. Aðili hefur 24 tíma frá birtum úrskurði til að senda inn málið aftur.

Málsmeðferð

18. Eftir að máli hefur verið skotið til áfrýjunarnefndar RÍSÍ skal formaður nefndarinnar, svo fljótt sem hægt er, taka afstöðu til þess hvort málskotsfrestur samkvæmt 12., 13. eða 14. grein sé liðinn eða einhverjir formgallar samkvæmt 15. grein geri að verkum að málið sé ekki tækt til meðferðar. Séu slíkir gallar á málinu skal formaður vísa málinu frá nefndinni með úrskurði.
19. Telji nefndarformaður að málið sé tækt til meðferðar skal hann eins fljótt og hægt er, þó eigi síðar en innan tveggja virka daga, ákveða hvaða nefndarmaður skuli fara með málið. Sé formaður forfallaður skal varaformaður annast þau verkefni sem til falla. Nefndarmaður sem fær mál til meðferðar skal án tafar senda kærða afrit af málskoti auk áskorunar um skila greinargerð. Áskorunina skal senda með rafrænum hætti eða á annan sannanlegan hátt. Almennt skal frestur varnaraðila til að skila greinargerð ekki vera lengri en 72 klukkustundir.
20. Greinargerð varnaraðila skal uppfylla þau skilyrði er koma fram í 15. grein eftir því sem við getur átt. 
21. Áfrýjunarnefndin getur óskað eftir skriflegum athugasemdum frá stjórn og framkvæmdastjóra RÍSÍ eða öðrum þeim sem málið varðar. 
22. Þegar nefndarmaður hefur móttekið greinargerð varnaraðila ákveður hann framhald málsins þ.m.t. hvort það skal flutt munnlega eða skriflega og hvort taka skuli vitna- eða aðilaskýrslur. Ef mál er ekki munnlega flutt skal aðilum gefinn stuttur frestur til að skila skriflegum athugasemdum. Áfrýjunarnefndin skal leitast við að hraða störfum sínum eins og kostur er. Birta skal aðilum ákvörðun eða úrskurð með rafrænum hætti eða á annan sannanlegan hátt. 
23. Óski kærandi eftir auka frest til að skila inn gögnum eða vinna málið eftir bestu getu. Skal Áfrýjunarnefnd taka það fyrir og getur hún veitt allt að tveggja vikna frest.
24. 7 dögum frá því að öll gögn liggja fyrir eða allir frestir liðnir þarf áfrýjunarnefnd að tilkynna stöðu máls og leggja fram tímaáætlun á úrskurð. 
25. Áfrýjunarnefndin skal halda sérstaka þingbók. Við fyrirtöku máls skal rita skýrslu í þingbók um það sem fram fer, hvaða gögn eru lögð fram, hverjir mæta í máli og hvað er afráðið um rekstur máls. Í þingbók skal jafnframt færa þær ákvarðanir sem teknar eru í málinu. Efni þingbókar skal að jafnaði ekki birt öðrum en málsaðilum.


Flýtimeðferð máls

24. Hægt er að víkja frá framangreindum frestum í málsmeðferðarkafla reglugerðar þessarar ef kærandi fer fram á það, skýrir í kæru hvers vegna nauðsynlegt sé að niðurstaða liggi fyrr fyrir og tiltekur ákveðna tímasetningu í því samhengi. Nefndarmaður sem fer með mál tekur afstöðu til slíkrar kröfu í kæru. 
25. Telji formaður nefndarinnar augljóst, við skoðun á kæru sem honum berst, að brotið hafi verið gegn lögum og reglum rafíþróttahreyfingarinnar er honum heimilt að beina þeirri kröfu til gagnaðila að hann upplýsi innan sólarhrings hvort hann hyggst hafa varnir uppi í málinu og hverjar þær varnir séu. Komi í ljós að engar varnir verða hafðar uppi í málinu eða ef framkomnar varnir eru bersýnilega tilgangslausar er nefndarmanni heimilt að úrskurða eða taka ákvörðun kæranda í hag.

Tilnefning talsmanns

26. Telji dómurinn að hætta sé á að málsstaður annars málsaðila verði fyrir tjóni vegna þess að hann er ekki fær um að koma sínum sjónarmiðum að í málinu getur formaður dómsins upplýst framkvæmdastjóra RÍSÍ um slíkt. Framkvæmdastjóri RÍSI skal þá skipa aðila til að gæta hagsmuna viðkomandi í málinu.

Niðurstöður áfrýjunarnefndar

27. Áfrýjunarnefnd RÍSÍ er heimilt að ljúka máli með úrskurði eða ákvörðun. Niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar skal vera skrifleg. Þar skulu málsatvik og málatilbúnaður aðila rakinn og niðurstaða nefndarinnar rökstudd með greinargóðum hætti. Nefndin sendir málsaðilum staðfest endurrit úrskurðar eða ákvörðunar jafnskjótt og niðurstaða liggur fyrir.
28. Úrskurði og ákvarðanir áfrýjunarnefndar skal birta málsaðilum úrskurðinn eins fljótt og auðið er..

Gildistaka

29. Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. grein laga RÍSÍ og öðlast þegar gildi 31.01.2023. Varðandi öll opin mál hjá áfrýjunarnefnd, þá tekur ekki 15. grein ekki í gildi eða aðrar greinar sem geta haft tæknileg áhrif á málið.

​Samþykkt af stjórn RÍSÍ 31.1.2023.
Leit