Um RÍSÍ

Rafíþróttasamtök Íslands

Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) samtök stofnuð til þess að vekja athygli á og styðja þróun rafíþrótta (e. esports) á Íslandi.

Markmið samtakanna er að kynna rafíþróttir sem gilt áhugamál sem elur með sér jákvæða ávinninga fyrir iðkendur, svosem samvinnu, samskiptahæfni, viðbragðsflýti, vandamálalausn og fleira þegar þær eru stundaðar markvisst og í hófi.

RÍSÍ leitast einnig eftir því að styðja við grasrótarstarf á sviði rafíþrótta á Íslandi og samstarfi við stjórnvöld, foreldra og kennara þegar kemur að málefnum rafíþrótta á Íslandi.

RÍSÍ vill skapa störf innanlands á sviði rafíþrótta sem og byggja upp þekkingu sem getur nýst íslenskum áhugamönnum um rafíþróttir í því að byggja feril innan iðnaðarins erlendis. Þetta einskorðast ekki við atvinnuspilamennsku heldur felur í sér störf á sviði þjálfunar, greiningar, viðburðarstjórnun og fleiri.

RÍSÍ styður við framtök um land allt og er öllum opið.