Hvað eru rafíþróttir?

Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í hverskyns tölvuleikjum. Fyrsta skráða rafíþróttamótið var haldið í Stanford háskólanum í Bandaríkjunum árið 1972. Nú, 47 árum síðar hafa rafíþróttir þróast yfir í stóran iðnað sem nær um allan heim og skapar störf fyrir þúsundir einstaklinga. Heimsfrægir atvinnumenn keppa með atvinnuliðum fyrir framan tugþúsundir áhorfenda og milljónir fleiri horfa á beina útsendingu frá mótum. Vinsælustu rafíþróttaleikir nú til dags eru strategískir fjölspilunarleikir sem flestir eru spilaðir í liðum yfir internetið.

 

Lykiltölur

Stærð markaðar á heimsvísu (2017)

161 ma.kr.

Fjöldi aðdáenda á heimsvísu (2017)

335.000.000

Mesta áhorf á stakan keppnisleik

60.000.000

Hæsta heildarverðlaunafé f. Stakan viðburð

2.6 ma.kr.

Mesta mæting á stakan viðburð

173.000 manns

 

Tækifæri innan rafíþrótta

Með auknum vinsældum rafíþrótta og tölvuleikja gefst tækifæri til að nýta þær vinsældir til góðs. Nýting tölvuleikja og rafíþrótta sem miðil til kennslu og kynningar á heilbrigðum lífsstíl hefur nú þegar skilað góðum árangri í Bandaríkjunum og víðar. Það þarf þó einbeittan vilja og áherslu á það jákvæða til að forðast neikvæðar afleiðingar óheilbrigðra spilahátta. Til þess, þarf að byggja innviði fyrir rafíþróttir á Íslandi sem skapa tækifæri fyrir íslenska iðkendur til þess að læra, æfa og keppa í rafíþróttum.

 

Hugað að grunnstoðum rafíþrótta á Íslandi

Grunnstoð

Ákjósanleg útkoma

Regluleg samkeppni innanlands.

Íslenskir spilarar hafa aðgang að hágæða samkeppni sem spilara og áhorfendur.

Ræktun heilbrigðra spilara.

Íslenskir spilarar æfa markvisst, á heilbrigðan hátt og njóta góðs af í framtíðinni.

Hágæða aðstæður til iðkunar rafíþrótta.

Íslenskir spilarar hafa aðgang að hágæða aðstöðu til að æfa og keppa.

Brjóta niður fordóma og leiðrétta misskilninga.

Íslendingar hafa jákvætt viðhorf til tölvuleikja og skilja hvernig má nýta þá til góðs.

Kennsla á hagnýtri þekkingu fyrir nýjan stafrænan heim.

Íslenskir rafíþróttaiðkendur fá tækifæri til að læra og þróa með sér þekkingu og reynslu sem nýtist í starfi í stafrænum heimi.

 

Þegar grunnstoðir rafíþrótta á Íslandi eru byggðar skiptir meginmáli að ávinningur iðkenda á öllum getustigum sé hafður að leiðarljósi og að tryggt sé jafnan leikvöll allra innan rafíþrótta. Byggja þarf hágæða aðstöður til iðkunar svo tryggt sé aðgengi sem flestra að rafíþróttum. Tenging við íþróttahreyfinguna, kennsla á heilbrigðum lífsstíl og spilaháttum, forvarnir fyrir vímuefni, þjálfun á samvinnu og samskiptahæfni og fleira á allt heima innan íslenskra rafíþrótta og getur skilað jákvæðum ávinning fyrir iðkendur. Ásamt því þarf að skapa virkt keppnisumhverfi svo iðkendur fái keppnisreynslu og afreksfólk geti getið sér gott nafn og sóst eftir tækifærum í atvinnumennsku erlendis og aukið hróður Íslands á alþjóðarvettvangi. Einnig má nota rafíþróttir sem miðil til menntunar með áhugasviðsmiðaðri kennslu á hagnýtum hæfileikum sem nýtist í hverskonar starfi í stafræna heimi nútímans.

 

Ítarefni

Lykiltölur Newzoo um leiki og rafíþróttir: https://newzoo.com/key-numbers/ 

Rannsókn Granic, Lobel, Rutger og Engels á jákvæð áhrif tölvuleikjaspilunar: https://www.apa.org/pubs/journals/releases/amp-a0034857.pdf

Dæmi um blöndun menntunar og rafíþrótta frá NASEF í USA: https://goo.gl/L2fHe7 

Heimasíða rafíþróttasambands Bretlands:

http://www.britishesports.org/ 
Frekari fyrirspurnir beinist til Rafíþróttasamtaka Íslands - rafithrottir@gmail.com