Lenovo deildin vika 4 miðvikudagur

13.10.2019 lenovo deildin mót lol

Lenovo deildin heldur áfram í dag. Vika 4 byrjar með League of Legends á þessum góða miðvikudegi. KR á móti Team Ground Zero og FH á móti Team Winners Table.

Lenovo deildin

Lenovo deildin

Lenovo deildin vika 4 byrjaði með League of Legends á miðvikudaginn 9. október.

 

Fyrsti leikur dagsins var milli KR og Team Ground Zero.

KR voru í þriðja sæti með þrjá sigra eftir fimm leiki spilaða. Team Ground Zero var í fimmta sæti með einn sigur eftir fimm leiki.

KR vann leikinn nokkuð öruggt eftir frábæra innkomu Nero Angelo á Pantheon. Háuslaus stóð sig einnig frábærlega sem Talyah í jungle. KR tóku betri ákvarðanir í team fights og voru með töluvert betri stjórn á objectives. 

Þetta var fyrsti leikur KR með nýjan liðsmann að nafni Nero Angelo en hann kom inn í staðin fyrir Kainzor.
Nero Angelo kom inn í liðið á miðju tímabili í félagsskiptaglugganum.
Einnig var breyting í liði Team Ground Zero, MrSmile kemur inn í stað Noke en hann er búinn að vera á bekknum sökum þess að hafa verið í útlöndum.

 

Seinni leikur dagsins var FH á móti Team Winners Table.

FH voru í öðru sæti deildarinnar með fjóra sigra eftir fimm leiki og Team Winners Table voru í sjötta sæti með einn sigur eftir fimm leiki.

TALLDOGG og Kiddi vægast sagt rústuðu botlane með Miss Fortune og Pyke. Kiddi halaði inn pening á Pyke með executes hægri vinstri. Bæði lið stóðu sig vel í team fights en FH var einfaldlega með meiri skaða og stjórnuðu einnig dragon og baron mjög vel.

 

Þriðji leikur dagsins sem var ekki sýnt frá var svo Dusty á móti Fram.

Dusty höfðu ekki enn tapað leik og þeir héldu því trendi áfram. Þó að leikurinn hafi verið mun tæpari heldur en fyrri leikur Dusty á móti FH þá töpuðu Dusty ekki einum turni né dreka. Bot lane Dusty var Zarzator á Pantheon og Hoiz á Kai'sa en þeir enduðu leikinn með átta kills hvor á móti samtals fjórum kills Fram. 

Það er nokkuð ljóst að Dusty eru enn óstöðvandi og keppnin virðist vera um annað sætið.