Lenovo deildin - CS - vika 4 fimmtudagur

13.10.2019 lenovo deildin cs

Lenovo deildin vika 4 fimmtudagur. Counter-Strike kvöld þar sem Seven mættu VANTA, KR mættu TDL.Vodafone og Dusty mættu Fylki.

Seven vs. VANTA

Seven hafa ekki verið að standa sig nógu vel, eru ekki að vinna leiki, þurfa þetta win til að halda uppi móral og eiga séns á að halda sér í úrvalsdeild.

 

VANTA með síðasta ban enduðu á að “velja” Train. Seven unnu hnífa og tóku því CT hliðina.

VANTA byrjuðu sterkir þrátt fyrir að vera terrorist megin í Train. brYON og Narfi spiluðu lykilhlutverk fyrir VANTA og héldu Seven mönnum niðri. Í hálfleik var staðan Seven 5, VANTA 10 sem boðaði ekki gott fyrir Seven. Seven byrjuðu seinni hálfleik af krafti og jöfnuðu Seven í 11-11. Spike og Tight algjörir lykilmenn í þessu comebacki Seven. Liðin skiptust á rounds upp í 14-14, en það voru Seven sem komust í match point. VANTA ætluðu þó ekki að gefast upp og komu leiknum í overtime. VANTA byrjuðu sterkir í OT, en Seven gáfust ekki upp, jöfnuðu ekki bara heldur komu leiknum í annað overtime

 

Seven þurfa að endurhugsa sín mál ef þeir vilja halda sínu sæti í Lenovo deildinni. Samkeppnin er mikil og leikirnir verða ekkert auðveldari. VANTA fóru glaðir úr þessum leik og eru því með þrjá sigra eftir sex leiki. Þeir þurfa að halda áfram að gera góða hluti í næstu leikjum ef þeir vilja komast í playoffs.KR vs. TDL.Vodafone

KR enduðu á því að banna Inferno og taka Vertigo. KR töpuðu sínum síðasta leik við VANTA og þurftu því að vinna þennan leik til að halda sínu toppsæti.

Tap KR við Vanta hefur þó ekkert gert nema sett fókusinn á næsta level, en þeir byrjuðu af þvílíkum krafti á móti TDL.Vodafone og unnu 9 rounds í röð og enduðu fyrri hálfleik í 11-4. Stalz og goa7er stóðu sig frábærlegafyrir hönd KR

TDL.Vodafone minnkuðu muninn í seinni hálfleik en það var ekki nóg, leikurinn endaði 16-10 fyrir KR. 

KR tróna því á toppnum með aðeins eitt tap gegn VANTA í vikunni á undan.Dusty vs. Fylkir

Fylkir bönnuðu overpass og völdu því Inferno. Fylkir og Dusty voru jöfn í öðru sæti á eftir KR og því leikurinn mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Allir liðsmenn Fylkis voru on point í þessum leik meðan Dusty menn virtust eitthvað óöruggir. Fyrri hálfleikur endaði 11-4 Fylki í vil. Í seinni hálfleik héldu Fylkir áfram með yfirhöndina og gáfu Dusty ekki eitt round, leikurinn kláraðist 16-4.

Dusty hafa verið á toppnum í íslensku senunni og töpuðu ekki einum leik á síðasta tímabili en eitthvað hefur greinilega komið upp á. Þeir þurfa að komast aftur í fyrra horf ef þeir vilja eiga séns á að verja titilinn. Fylkir stóðu sig einstaklega vel allir saman, miðað við þessa frammistöðu eru þeir líklegir að fara alla leið ásamt KR.Næstu leikir verða einstaklega spennandi. KR þurfa að vinna Dusty til að tryggja sér áframhaldandi toppsætinu, TDL.Vodafone og Seven keppast um að komast upp úr síðasta sæti og Fylkir mætir VANTA. VANTA vilja vinna til að halda sér frá síðasta sætinu en Fylkir þurfa einnig að vinna til að hald sér í toppslagnum